Félagsfundir veturinn 2019 – 2020

Allir félagsfundir Svalanna í vetur, nema aðalfundur, verða haldnir á Nauthóli og hefjast klukkan 18. Þetta eru kvöldverðarfundir og er verð á máltíð (fiskréttur og eftirréttur ásamt kaffi) 3.200 kr. til félagsmanna. Nauthóll býður vínglasið á 1000,-

Félagsmenn sem mæta á fundi eru beðnir um að skrá sig fyrirfram, þannig að hægt sé að panta rétt magn af veitingum. Minnt er á alla fundi með góðum fyrirvara, bæði með netpósti og einnig inn á lokaðri fésbókarsíðu Svalanna.

http://www.facebook.com/groups/svolurnar

15. október 2019

5. nóvember 2019

3. desember 2019

4. febrúar 2020

3. mars 2020

7. apríl 2020

Vorferðalag og aðalfundur verða um miðjan maí – dagsetningar auglýstar síðar.

Svölur afhenda gjöf til Grensásdeildar

Grensásdeild Landspítals er aðalstyrkþegi Svalanna, góðgerðarfélags flugfreyja og flugþjóna. Nýlega afhenti stjórn Svalanna deildinni formlega nýja gjöf að verðmæti ein og hálf milljón króna; tvo rafknúna baðbekki sem létta bæði sjúklingum og starfsfólki lífið. Þessi bekkir bera gælunafnið „bláu lónin“.

Það var að þessu sinni Margrét Hallgrímsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Grensásdeildarinnar.

Stjórn Svalanna 2018-2019 ásamt Margréti.