Gjöf afhent Grensásdeild

Grensásdeild Landspítalans er sem fyrr aðal styrkþegi Svalanna.

Nýlega voru afhentar gjafir að fjárhæð um ein og hálf milljón króna. Að þessu sinnu voru það þrír rafdrifnir leðurstólar og loftafest lyftukerfi. Stuðningur Svalanna við deildina er mikils metinn og var þeim vel þakkað fyrir þessar gjafir. Það var Guðrún Ólafsdóttir fráfarandi formaður Svalanna sem afhenti gjafabréfið en fyrir hönd Grensásdeildar veittu móttöku þau Guðrún Karlsdóttir, Jónína Thorarensen og Páll E. Ingvarsson.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *