🎈Við erum 50 ára🎈

Í byrjun árs 1974 hittust nokkrar Loftleiða flugfreyjur og viðruðu þá hugmynd að stofna félag fyrrverandi og starfandi flugfreyja. Eins og konum einum er lagið (engir karlmenn í hópnum þá) var drifið í fyrsta fundi 14. mars það sama ár og formlega var svo félagið stofnað þann 5. maí 1974.

Svölurnar byggja starf sitt á þeirri hugmynd að efla og viðhalda góðum kynnum auk þess að fræðast og skemmta sér um leið og þær láta gott af sér leiða. Félagið var frá upphafi góðgerðarfélag og hefur alla tíð haldið úti öflugri fjáröflunarstarfsemi, sem að mestu fór fram með sölu jólakorta. Með breyttum áherslum og tíðaranda hefur þeirri sölu verið hætt að mestu,  en enn er hægt að kaupa minningar- og tækifæriskort. Jafnhliða félagsgjöldum greiða meðlimir félagsins árlega í sérstakan styrktarsjóð sem nýttur er til góðgerðarmála.

Á þessum tímamótum eru um 200 félagar í Svölunum, en með stækkandi stétt flugfreyja og -þjóna er vonandi að fleiri bætist í hópinn á komandi árum.

Meðal þeirra sem Svölurnar hafa styrkt má nefna Ljósið, Kraft, MS og MND félögin. Grensásdeildin var um árabil aðal styrkþegi félagsins auk þess sem einstaklingar hafa hlotið styrki.

Hægt er að leggja félaginu lið með því að leggja inn á reikning styrktarsjóðsins

0313 13 300007 kt. 5701770959

Nálgast má upplýsingar um félagið á heimasíðu þess www.svolurnar.is

Netfangið er svolurnar@svolurnar.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *