Grensásdeild Landspítalans er aðal styrkþegi Svalanna.
Vorið 2018 var Grensásdeildinni afhent formlega gjöf frá Svölunum.
Um er að ræða ný Samsung sjónvarpstæki á allar stofur á legudeild auk 65″ sjónvarpstækis í setustofu legudeildar. Gjöfin er að verðmæti rúmlega 2 milljónir króna.
Vorið 2017 voru deildinni færðar ýmsar góðar gjafir; tveir lazyboy stólar og þrír sturtustólar auk þess sem gefinn var húsbúnaður í setkrók sem útbúinn var á stigapalli á 2. hæð. Hann gerir sjúklingum Grensáss kleift að taka á móti gestum í notalegu umhverfi, þar sem m.a. er lítill leikkrókur fyrir yngri börnin. Það er von Svalanna að gestir og vistmenn geti notið dvalarinnar í Svöluhreiðrinu.
Andvirði gjafanna var tæplega 2,4 milljónir króna.
———————————————————————–
Svölurnar hafa á sínum starfsárum styrkt fjölmörg félög og einstaklinga og eru þakklátar fyrir að hafa getað gert það.
Hér eru dæmi um félög sem Svölurnar hafa styrkt en þeir sem þegið hafa styrk frá Svölunum eru ótal margir, of margir til að hægt sé að telja þá hér upp!
MND félagið
MND er félagsskapur fólks með hreyfitaugahrörnun en það er banvænn sjúkdómur sem ágerist hratt og herjar á hreyfitaugar líkamans. Sjúklingur verður smám saman og fljótlega lamaður en vitsmunalegur styrkur helst óskaddaður. Líftími sjúklinga frá greiningu er frá einu upp til sex ár en talið er að 10% geti lifað upp undir 10 ár. Fyrstu vísbendingar um sjúkdóminn eru oftast máttleysi í útlim, breytingar á tali og erfitt að kyngja. Á Íslandi eru um 15 til 20 manns með sjúkdóminn hverju sinni og hérna greinast fimm manns með MND á ári.
MS félagið
MS félagið hefur verið starfrækt síðan 1968 og er stuðningsnet fyrir fólk með Multible Sclerosis en það er sjúkdómur sem herjar á miðtaugakerfið (heila og mænu). Félagið starfrækir MS setrið, félagsráðgjafa og svæðanuddara, heldur úti íbúð fyrir MS sjúklinga utan af landi. MS sjúkdómurinn truflar tal, sjón og göngu. Einkennin eru dreifð og margvísleg og valda hrörnun á ákveðnum svæðum. Sjúkdóminn er ekki hægt að lækna og er hann sá algengasti í miðtaugakerfi ungs fólks sem oftast er greint á afkastamesta skeiði lífs síns.
Ljósið
Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein / blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að efla lífsgæðin með því að styrkja andlegan, félagslegan og líkamlegan þrótt og draga þannig úr hliðarverkunum sem sjúkdómurinn getur haft í för með sér.
Kraftur
Stuðningsfélagið Kraftur var stofnað 1. október 1999 og hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða þá sem þurfa á stuðningi að halda. Leitast er við að aðstoða þá einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur og miðla upplýsingum sem auðvelda þeim að takast á við sjúkdóminn