Grensásdeild Landspítalans hefur um árabil verið aðal styrkþegi Svalanna. Nýlega afhenti stjórnin veglega gjöf sem mikil þörf var á, þe. blóðþrýstingsmæla og lífsmarkatæki fyrir legudeild. Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar veitti gjöfinni formlega viðtöku fyrir hönd Landspítalans og hrósaði Svölunum mikið fyrir sitt framlag. Þessi gjöf kæmi sér m.a. einstaklega vel nú á tímum covid, þar sem ekki þyrfti að sótthreinsa hvern mæli nema einu sinni á sólarhring fyrir utan tímasparnaðinn sem fælist í því að hafa einn mæli fyrir hvern sjúkling.
Félagsmenn í Svölunum greiða árlegt gjald í styrktarsjóðinn og er það nú eina innkoma hans, þar sem sölu jólakorta hefur nánast verið hætt. Þeir sem vilja styrkja Grensásdeildina gegnum Svölurnar geta lagt framlag sitt inn á reikning Svalanna:
Kt. 5701770959
Banki: 0313 13 300007