Gjöf afhent Hjálpræðishernum

15. desember 2020 afhentu Svölurnar Hjálpræðishernum gjafabréf að upphæð 500.000.

Birna Dís Vilbertsdóttir ásamt stjórn Svalanna við nýskreytt jólatré í samkomusal Hjálpræðishersins.

Í tilefni afhendingar var stjórninni boðið að koma og skoða ný og glæsileg húsakynni í Mörkinni í Reykjavík. Það var Birna Dís Vilbertsdóttir sem tók á móti okkur og fræddi hún okkur um þá miklu og göfugu starfsemi sem Hjálpræðisherinn heldur uppi. Það hófst starfsemi í húsinu í september sl. en það er enn verið að „fínpússa“ og nokkuð í að allt verði tilbúið innanhúss. Þau hafa fengið leyfi til að halda uppi árlegum jólafagnaði á aðfangadag og mun allt fara fram skv. sóttvarnareglum sem ákveðnar voru í samráði við Þórólf sóttvarnalækni.

Guðrún Ólafsdóttir formaður Svalanna afhentir Birnu Dís gjafabréfið.
Málin rædd í nýja Herkastalanum.

Okkur var þakkað vel og innilega og fullvissaðar um að gjöfin kæmi sér einstaklega vel þetta árið. Við þökkum Birnu Dís fyrir hlýjar móttökur og óskum starfsfólki og öllum aðstandendum Hersins alls hins besta í nýju húsakynnunum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *