Vorferðin verður farin 14.-15. maí. Sjá allar nánari upplýsingar í heimsendum netpósti og á lokaðri facebook síðu félagsins .
Svölur afhenda gjöf til Grensásdeildar
Grensásdeild Landspítals er aðalstyrkþegi Svalanna, góðgerðarfélags flugfreyja og flugþjóna. Nýlega afhenti stjórn Svalanna deildinni formlega nýja gjöf að verðmæti ein og hálf milljón króna; tvo rafknúna baðbekki sem létta bæði sjúklingum og starfsfólki lífið. Þessi bekkir bera gælunafnið „bláu lónin“.
Það var að þessu sinni Margrét Hallgrímsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Grensásdeildarinnar.
Gleðilegt nýtt ár 2019
Svölurnar senda velunnurum sínum og vinum bestu óskir um gæfuríkt komandi ár með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári.
Vorferðalag
Vorferðalag Svalanna 2018 var farið 16.-17. maí.