Grensásdeild Landspítals er aðalstyrkþegi Svalanna, góðgerðarfélags flugfreyja og flugþjóna. Nýlega afhenti stjórn Svalanna deildinni formlega nýja gjöf að verðmæti ein og hálf milljón króna; tvo rafknúna baðbekki sem létta bæði sjúklingum og starfsfólki lífið. Þessi bekkir bera gælunafnið „bláu lónin“.
Það var að þessu sinni Margrét Hallgrímsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Grensásdeildarinnar.