Svölur afhenda gjöf til Grensásdeildar

Grensásdeild Landspítals er aðalstyrkþegi Svalanna, góðgerðarfélags flugfreyja og flugþjóna. Nýlega afhenti stjórn Svalanna deildinni formlega nýja gjöf að verðmæti ein og hálf milljón króna; tvo rafknúna baðbekki sem létta bæði sjúklingum og starfsfólki lífið. Þessi bekkir bera gælunafnið „bláu lónin“.

Það var að þessu sinni Margrét Hallgrímsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Grensásdeildarinnar.

Stjórn Svalanna 2018-2019 ásamt Margréti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *