Hér má finna upplýsingar um þau kort sem Svölurnar selja árið 2024
Svölurnar eru að hætta sölu jólakorta til fjáröflunar. Friðarjólakortin hér að neðan eru enn til og seld á tilboðsverði, fimm kort í pakka á 500 kr. Allur ágóði af sölu kortanna rennur beint í styrktarsjóð Svalanna.
Þessi fallegu jólakort sem boða frið á jörð eru 12×16 sm á stærð og með jólakveðju á sex tungumálum auk íslensku.
Lagerinn okkar er óðum að tæmast og verða kortin eingöngu til sölu hjá félögum í Svölunum. Því er um að gera að hafa samband sem fyrst til að tryggja sér falleg jólakort á þessu góða tilboðsverði.
Vinsamlegast hafa samband og panta á netfangi okkar svolurnar@svolurnar.is
Einnig er hægt að hringja í síma: 896-0948 – Þórunn
Við minnum líka á litlu fallegu tækifæriskortin okkar
Gjafakort og minningarkort eru 10 í búnti á 1.000 kr.