Jólakort Svalanna

Hér má finna upplýsingar um þau kort sem Svölurnar selja árið 2022

Svölurnar eru að hætta sölu jólakorta til fjáröflunar. Friðarjólakortin hér að neðan eru enn til og seld á tilboðsverði,  5 kort í pakka á 500 kr.  Allur ágóði af sölu kortanna rennur beint til Grensásdeildar Landspítalans.

 

Þessi fallegu  jólakort sem boða frið á jörð eru  12×16 sm á stærð og með jólakveðju á sex tungumálum auk íslensku.

Texti inni í Friðarjól kortinu

Lagerinn okkar er óðum að tæmast og verða kortin eingöngu til sölu hjá félögum í Svölunum. Því er um að gera að hafa samband sem fyrst til að tryggja sér falleg jólakort á þessu góða tilboðsverði.

Vinsamlegast hafa samband og panta á netfangi okkar

svolurnar@svolurnar.is

Einnig er hægt að hringja í

895-8169 – Guðrún

 

Við minnum líka á litlu fallegu tækifæriskortin okkar

Gjafakort og minningarkort eru 10 í búnti á 1000 kr.