Print

Styrkveiting

Haustið 2017 barst Svölunum beiðni um styrk fyrir 6 ára dreng sem heitir Helgi Örn. Hann er einhverfur og með CP. Foreldrarnir óskuðu eftir styrk til þess að fjárfesta í hjálparhundi. 
Beiðni um styrkinn var borin upp á félagsfundi s.l. október og var einróma samþykkt af félagskonum að veita Helga Erni styrk að upphæð kr.500.000.
Fyrir stuttu var Rut Westmann, móður Helga Arnar, afhent gjafabréfið á skrifstofu Svalanna. 
Hún biður innilega að heilsa Svölunum með kæru þakklæti. 


Þjálfun hundsins, sem heitir Max, er senn á lokum og þau eru byrjuð að fá hann inn á heimilið en þjálfun á hjálparhundi er mikil og vandasöm. Þau binda miklar vonir við Max. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur. Rut verður í sambandi við Svölurnar og leyfir okkur að fylgjst með. Það er ótrúlegt hvernig dýr og sérstaklega hundar nýtast og hjálpa manninum á ýmsan hátt og við Svölur glaðar að fá að taka þátt í svona stjórkostlegu verkefni.

Print

V O R F E R Ð A L A G 2018

 

Hin árlega vorferð Svalanna

verður farin dagana 16.-17. maí

Aðalfundur félagsins verður haldinn þann 17. maí

Sjá nánar í pósti sem sendur hefur verið til félagsmanna

 

Print

Styktargjöf afhent

Guðrún Ólafsdóttir formaður Svalanna afhenti formlega fyrr í mánuðinum styrktargjöf Svalanna til Guðnýjar Sveinbjörnsdóttur, fyrrverandi flugfreyju hjá Icelandair, sem nú dvelur á hjúkrunarheimilinu Mörkinni.

Það er Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, systir Guðnýjar sem er með þeim á myndunum og að hennar sögn er Guðný mjög ánægð með stólinn og nýtur þess að sitja í honum, en hann er ma. sérútbúinn þannig að auðvelt er að færa hann milli staða. Anna Dís vildi koma á framfæri innilegum þökkum til Svalanna fyrir þessa góðu gjöf.

.   

  

Print

J Ó L A K V E Ð J A


jlabjllur

 

Kæru Svölur,

samstarfsfélagar og velunnarar

Við sendum ykkur okkar allra bestu óskir um

GLEÐIRÍKA JÓLAHÁTÍÐ

með þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári

og óskum þess að árið 2018 færa ykkur gleði og farsæld.

Hlökkum til góðra stunda með ykkur á nýju ári.

                                                     Stjórnin

jlakerti

 

Print

JÓLAFUNDURINN 2017

 

                   

 

Kæru Svölufélagar

Þriðjudaginn 5. desember verður okkar glæsilegi jólafundur haldinn á Nauthóli

Húsið opnar kl. 18:00 og á undan matnum verður boðið upp á fordrykk

 

      Matseðill      

 

Forréttur

Jólaplatti sem inniheldur Jólasíld, Reyktan lax, Grafinn sjóbirting með sólselju og einiberjum og Tvíreykt hangikjöt með piparrót og jólapaté

Aðalréttur

Kalkúnabringa með sætkartöflumousse, rótargrænmeti og villisveppasósu 

Eftirréttur

Tvískipt súkkulaðimousse og Ris a la mandeGestir kvöldsins verða Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn í síðasta lagi þann 3. desember

með því að greiða kr. 4.900,- inn á reikning

0318 - 13 - 110187   kt. 570177-0959

Hlökkum til að sjá ykkur

Aðventukveðja

Stjórnin