Print

Vetrarstarfið 2017-2018

Félagsfundir

Félagsfundir veturinn 2017-2018 verða allir haldnir á Nauthól á þriðjudagskvöldum

Munið að taka kvöldin frá!

Dagskráin fram að jólum:

3. október - pökkunarfundur - matur í boði félagsins

7. nóvember - gestur fundarins Edda Andrésdóttir sem ritaði bókina um Auði Laxness

5. desember - jólafundur með söng og gleði og hátíðarmat

Allar nánari upplýsingar um fundi vetrarins eru sendar út í tölvupósti en einnig má finna þær á lokaðri facebook síðu félagsins

https://www.facebook.com/groups/svolurnar/

 

 

 

 

Print

Jólakort Svalanna 2017

Arið 2017 verða eldri kort svalanna seld á sérstöku tilboðsverði.

Þetta er einstakt tækifæri til að kaupa þessi fallegu kort á aðeins 1000 krónur pakkann, en í pakkanum eru 10-12 stk af blönduðum kortum.

Kortin má nálgast í apótekum og pósthúsum víða um land, auk fleiri sölustaða sem og hjá félögum í Svölunum.

Söluandvirði kortanna rennur óskipt til Grensásdeildarinnar.

Print

Nýja stjórnin

ny stjorn

Hér er nýja stjórnin sem kjörin var á aðalfundinum í maí.  Guðrún Ólafsdóttir er formaður, en aðrar í stjórn munu skipta með sér verkum. Þær eru: Birna Pálsdóttir sem vantar á myndina, Bryndís Guðmundsdóttir, Guðmunda Jónsdóttir,  Íris Sigurdardottir, Jenny Forberg og Margrét Halldorsdottir 

Print

Starfið framundan til jóla

Þá leggjum við af stað á ný:

images 2

Tíminn flýgur áfram og nú er komið að hauststarfinu hjá okkur.

Fyrsti fundur Svalanna – pökkunarfundurinn – verður  4. október.

Þá pökkum við jólakortunum og við hvetjum allar Svölur til þess að taka ríkan þátt í starfinu með því að taka kort til þess að selja.

Þriðjudaginn 1. nóvember komum við saman til Vinafundar – tökum með okkur vini og eigum góða stund saman.

Jólafundurinn okkar verður svo þriðjdaginn 6. desember.

Við munum senda út tilkynningar um hvern fund fyrir sig í tölvupósti og á Facebook síðunni. Látið okkur endilega vita ef þið fáið ekki póst, - við gætum verið með rangt netfang.

 

Print

Úthlutun úr styrktarsjóði

styrkthegar 2014

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt félögum úr Svölunum

Þann 3. júni s.l. veittu Svölurnar 6 styrki úr styrktarsjóð sínum í tilefni af 40 ára afmælisárinu. Styrkirnir voru veittir til MS félagsins, MND félagsins, Rjóðursins, Ljóssins og AHC samtakanna. Einnig var veittur styrkur til fjölskyldu með langveikt barn.

Ein aðalfjáröflun Svalanna er sala jólakorta. Kortin hafa selst vel og eru Svölurnar þakklátar landsmönnum öllum fyrir að kaupa kortin. Allur ágóði af sölunni rennur í styrktarsjóðinn. Svölurnar hvetja landsmenn til að kaupa jólakortin áfram og styrkja þannig gott starf.

Félagið Svölurnar var stofnað 5. maí 1974 og hefur styrkt ótal verkefni, félög og einstaklinga í gegnum tíðina. Í félagið eru allir velkomnir sem eru eða hafa verið starfandi í farþegarýmum flugvéla, hvort sem um er að ræða hjá íslensku flugfélagi eða erlendu. Þeir sem lesa þetta og vilja taka þátt í okkar gefandi starfi í góðum félagsskap geta skráð sig hér á síðunni. Það er nóg pláss í félaginu og verkefnin skemmtileg:)

Hlökkum til að heyra frá ykkur,
Svölurnar