Print

Styrkveiting

Haustið 2017 barst Svölunum beiðni um styrk fyrir 6 ára dreng sem heitir Helgi Örn. Hann er einhverfur og með CP. Foreldrarnir óskuðu eftir styrk til þess að fjárfesta í hjálparhundi. 
Beiðni um styrkinn var borin upp á félagsfundi s.l. október og var einróma samþykkt af félagskonum að veita Helga Erni styrk að upphæð kr.500.000.
Fyrir stuttu var Rut Westmann, móður Helga Arnar, afhent gjafabréfið á skrifstofu Svalanna. 
Hún biður innilega að heilsa Svölunum með kæru þakklæti. 


Þjálfun hundsins, sem heitir Max, er senn á lokum og þau eru byrjuð að fá hann inn á heimilið en þjálfun á hjálparhundi er mikil og vandasöm. Þau binda miklar vonir við Max. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur. Rut verður í sambandi við Svölurnar og leyfir okkur að fylgjst með. Það er ótrúlegt hvernig dýr og sérstaklega hundar nýtast og hjálpa manninum á ýmsan hátt og við Svölur glaðar að fá að taka þátt í svona stjórkostlegu verkefni.