Print

Úthlutun úr styrktarsjóði

styrkthegar 2014

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt félögum úr Svölunum

Þann 3. júni s.l. veittu Svölurnar 6 styrki úr styrktarsjóð sínum í tilefni af 40 ára afmælisárinu. Styrkirnir voru veittir til MS félagsins, MND félagsins, Rjóðursins, Ljóssins og AHC samtakanna. Einnig var veittur styrkur til fjölskyldu með langveikt barn.

Ein aðalfjáröflun Svalanna er sala jólakorta. Kortin hafa selst vel og eru Svölurnar þakklátar landsmönnum öllum fyrir að kaupa kortin. Allur ágóði af sölunni rennur í styrktarsjóðinn. Svölurnar hvetja landsmenn til að kaupa jólakortin áfram og styrkja þannig gott starf.

Félagið Svölurnar var stofnað 5. maí 1974 og hefur styrkt ótal verkefni, félög og einstaklinga í gegnum tíðina. Í félagið eru allir velkomnir sem eru eða hafa verið starfandi í farþegarýmum flugvéla, hvort sem um er að ræða hjá íslensku flugfélagi eða erlendu. Þeir sem lesa þetta og vilja taka þátt í okkar gefandi starfi í góðum félagsskap geta skráð sig hér á síðunni. Það er nóg pláss í félaginu og verkefnin skemmtileg:)

Hlökkum til að heyra frá ykkur,
Svölurnar